JAKI sett götuhjól er fyrir reiðhjól með hrútastýri. Reiðhjólafesting sem hentar vel í rými þar sem fólk vill halda veggjum stílhreinum. Hún smellpassar því á vinnustaðinn, skrifstofuna, í afgreiðsluna, anddyrið eða bara hvar sem er. JAKI er lausn, hönnuð og framleidd á Íslandi. JAKI er unninn úr 3mm kaldvölsuðu burstuðu stáli sem er laserskorið með skekkju upp á +/- 0,02 mm (mjórra en mannshár). Beyging, slípun og lokaúttekt er gerð í höndum, þannig tryggjum hámarks gæði. Jaka umbúðir eru gerðar á Íslandi, ekkert plast er í umbúðum hjá okkur og þær eru 100% endur vinnanlegar.