Það sem viðskiptavinir hafa um okkur að segja

Mæli hiklaust með þeim ef þig vantar að koma hjólinu vel fyrir hvort það sé inni hjá þér , skrifstofunni , bílskúrinn eða hvar sem þér dettur í hug að hafa hjolið upphengt

Elíeser Thor Jónsson

Ég er ekkert smá ánægður með festinguna og mæli hiklaust með henni við alla sem ég þekki

Rúnar Andrew Jónsson

Ég hef ekki notað bílskúrinn fyrir bílinn í langann tíma.  Frábært að fara inn í heitan bílinn og þurfa ekki að skafa á næstunni.  Festingarnar koma vel út, treysti þeim til að leggja bílnum undir hjólunum.

Rúnar Þór Árnason

Íslenskt – gjörið svo vel

Hjólafestingin JAKI er alíslensk hönnun innblásin af íslenskri náttúru. Líkt og ísjaki leynir JAKI á sér og undir hógværu og stílhreinu yfirborðinu býr beljaki með krafta í kögglum sem getur haldið uppi allt að 40 kílóa þungu reiðhjóli.