Traust hjólafesting á alla veggi. Hentar öllum gerðum reiðhjóla. Heldur allt að 40 kg reiðhjóli. Fer lítið fyrir festingunni þegar hún er ekki í notkun. Haganleg hönnun sparar pláss í bílskúrnum, geymslunni eða ganginum. Íslensk útlitshönnun og framleiðsla.
JAKI er unninn úr 3mm kaldvölsuðu burstuðu stáli sem er laserskorið með skekkju upp á +/- 0,02 mm (mjórra en mannshár). Beyging, slípun og lokaúttekt er gerð í höndum, tryggjum þannig hámarks gæði. Jaka umbúðir eru gerðar á Íslandi, ekkert plast verður í umbúðum hjá okkur og þær eru 100% endur vinnanlegar.